Search
Close this search box.
Bobby.is - Netverslun með garn og prjóna

UM Okkur

Bobbýjardætur

Í byrjun árs 2021 fengum við systur þá hugmynd að setja upp vefverslun með garni og fylgihlutum og vorum við báðar ákveðnar í að láta nafnið vísa í móður okkar sem hét Borghildur, alltaf kölluð Bobbý. En móðir okkar var mikil hannyrðarkona. 

Mamma var fædd árið 1941 um það leyti þegar Bretar hernámu landið. Fjölskyldan bjó á Hverfisgötunni, ská á móti Þjóðleikhúsinu, en Þjóðleikhúsið var tekið undir starfsemi hersins á stríðsárunum.  Barnið vakti athygli hermannanna og kölluðu þeir litlu hnátuna Bobbý vegna þess að þeir gátu ekki borið fram nafnið hennar og festist það við hana.  

Til að byrja með ætlum að bjóða upp á gæðagarn frá Viking í Noregi og bæta svo smám saman við fleiri fylgihlutum.
Það væri vel þegið að fá að heyra í ykkur hverju þið sækist eftir í verslun með garn og fylgihluti.

Elísabet og Sigríður Bobbýjardætur