Viking Garn
Viking garn er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Noregi með garn. Viking er þekkt fyrir góðar garnvörur og vinsælar prjónauppskriftir sem eru að birtast reglulega í norsku vikupressunni. Viking er sérstaklega stolt af sinni eigin hönnunardeild sem frá upphafi ársins 2007 hefur alltaf lagt mikla áherslu á hefðir, stefnur og hönnun.
Metnaður Viking garns er að bjóða ávallt hágæða garn á góðu verði. Viking hefur mikla reynslu af framleiðslu, vöruþróun og hönnun á garni og garnmynstri og leggur mikla vinnu í að fá vel valið garn í sem bestum gæðum.
Viking garn framleiðir garn eins og bambus og bómull í Kína en hálendisullin er framleidd í Perú. Viking sérhæfir sig einnig í ullargæðum sem þau fá frá Englandi og Suður-Ameríku, sem og merino ull frá Ástralíu. Í huga þeirra Vikingsfólks er góð hönnun mikilvæg og prjónauppskriftir þeirra eru aðlagaðar og hannaðar sérstaklega fyrir Viking garnið. Á hverju ári gefa þau út ca. 16 -18 vörulista með prjónauppskriftum fyrir börn og fullorðna. Víkingagarn er selt hjá sérverslunum víða um Noreg, Svíþjóð og Danmörku og nú einnig hjá Bobby.is á Íslandi.