Uppskriftir úr katalog 2321 eru prjónuð úr Björk garninu frá Viking (erum ekki með það garn en Bambino garnið er eins samansett og með sömu prjónastærð) eða Froya á prjóna nr. 3
Aðrar garntegundir með sömu prjónastærð eru Trend Merino Petite, Trend Baby Merino og Alpaca Fine.
Uppskriftirnar eru á norsku.
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð sem þú smellir á og hægt er sækja uppskriftina samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. Ath. aðeins er hægt að hlaða uppskriftinni niður tvisvar sinnum.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .
Uppskriftirnar eru seldar ásamt garni í flíkina.